Um Hagal‎ > ‎

Lloyds

Lloyd´s markaðurinn

Lloyd´s er helsti tryggingamarkaður heims sem sinnir hverskonar sérverkefnum þar sem saman kemur fjöldi sérhæfðra áhættutaka og á sér engan líka að því leyti. Lloyd´s er ekki tryggingafélag, heldur samband meðlima (members) sem bæði eru einstaklingar og lögaðilar. Þeir leggja fjármuni í áhættusjóði (bótasjóði) og fela sérhæfðum mönnum að skuldbinda tryggingasamninga í krafti þeirra. Um 50 umboðsstofur eru starfræktar víða um heim. Á Lloyd´s markaðnum starfa tryggingafélög sem nefnast „syndicates“ á vegum áhættutakanna og eru þau nú um 80 að tölu. Meðlimir á Lloyd‘s eru ýmist einstaklingar eða félög (persónur að lögum) sem samþykkja og ganga að tryggingaviðskiptum sem skila hagnaði eða tapi eftir atvikum.  Einstaklingar leggja gjarnan fé til fleiri en eins „syndikats“ en félög vinna frekar með einu slíku. Ábyrgð þeirra er ekki sameiginleg eða gagnkvæm. Hvert „syndikat“ hefur sína framkvæmdastjórn. Þau geta sérhæft sig á ýmsum sviðum svo sem sjó- eða flugtryggingum, ábyrgðartryggingum, bifreiðatryggingum og líf- og heilsutryggingum. Tryggingalausnir eru sérhannaðar eftir þörfum viðkomandi markaðar eða tryggingastofns. Lloyd´s miðlarar færa viðskiptin inn á markaðinn. Umsækendur trygginganna eru beinir viðskiptavinir þeirra eða skjóstæðingar miðlara um heim allan. Samanlögð viðskipti „syndikatanna“ á Lloyd´s mynda eina stærstu viðskiptaheild veraldar á sviði trygginga. Eftirtalin „syndiköt“ hafa þjónað íslenska markaðnum undanfarin ár:

1998-2002 Monument v. Europea

2003-2005 Equity Red Star

2006-2008 Atrium

2009- 2011 Liberty

2012 - 2013 Liberty og Axis

2014 - Axis

2015 -2016 - Travelers/ANV og CV Starr

2017 - Travelers/ANV og Caitlin

Heimilsföng í London:

Lloyd's

One Lime Street

London, EC3M 7HA

T: +44 (0)20 7327 1000

F: +44 (0)20 7626 2389

Syndicate No: 4472

CEO: Nick Metcalf