Um alllangt skeið hefur Hagall þjónað íslenskum sjómönnum, flugmönnum og sérfræðingum sem starfa erlendis og hafa af ýmsum ástæðum tekið sér lögheimili utan Íslands, með því að bjóða lækningatrygginguna. Hún tryggir gegn útgjöldum við sjúkrahúsvist og aðgerðir, en auk þess minni kostnaðarliði utan spítala og loks heimflutning. Vasaskírteini, sem tryggður réttir fram við innskráningu er ávísun á tryggjandann, sem tekur við málinu við upphringingu frá spítala. Minni kostnaðarliðir eru endurgreiddir gegn nótum og reikningum. Jafnvel þó tryggður láti fljúga sér heim til Íslands, þá þarf hann að greiða allan kostnað við aðgerð meðan hann er utan íslenska heilbrigðiskerfisins. Kostnaður við aðgerð getur þá hlaupið á milljónum króna, sem tryggingin reiðir fram. |
Um Hagal > Fréttayfirlit >