Um Hagal‎ > ‎Fréttayfirlit‎ > ‎

Nýjung: LÍFTRYGGINGAR TENGDAR STARFSTRYGGINGU.

posted 13 Mar 2012, 14:03 by Arni Reynisson   [ updated 26 Nov 2012, 09:44 ]
Um áramót 2011/2012 tekur gildi ný trygging, líftrygging sem tengist Starfstryggingu Hagals.

Tryggingin er mótuð í samstarfi við Willis, samstarfsmiðlun okkar í London og Kiln, 
tryggjanda á Lloyd´s, Kiln hafa í nokkur ár annast líftryggingar fyrir
hópa á vegum Hagals, en hafa nú eftir ítarlegar viðræður útfært og samþykkt
tillögur Hagals um líftryggingar fyrir einstaklinga, einkum viðskiptavini okkar.

Áhersla var lögð á þægilega útfærslu. Í boði verða einfaldir pakkar. Bótafjárhæð
verður lægst 5 milljónir króna en hæst 30 mkr, en þar á milli þrepin 10, 15, 20
og 25 mkr.

Iðgjöld verða á svipaðan hátt í 5 ára þrepum, 30-35, 35-40 og þannig áfram að
65 ára aldri. Neðsta þrepið er frá 18-30 ára. Reykingar varða 35% hækkun.

Sama umsóknarblað verður notað í aðalatriðum en nokkrum spurningum
hefur verið bætt við vegna líftryggingarinnar. Þeir sem vilja bæta líftryggingu
við endurnýjun Starfstryggingar gera það með því að gera nýja umsókn á
eyðublaðinu sem finnst á hagall.is / líftrygging. Á baksíðu umsóknar nægir að
merkja við réttan aldursflokk og bótafjárhæð að vali og færa iðgjaldsfjárhæði í
viðkomandi reit.

Dánarbætur vegna slysfara sem fyrir voru með Starfstryggingu standa óbreyttar
til reiðu fyrir þá sem velja slys eingöngu og þá sem ekki eiga rétt til fullrar
líftryggingar.
Comments