Um Hagal‎ > ‎

Fréttayfirlit


Nýtt netfang vegna tjónstilkynninga

posted 8 Feb 2016, 09:22 by Arni Reynisson

Til að sinna okkar viðskiptavinum betur höfum við sett upp nýtt netfang til að taka við öllum málum er varða tjón okkar viðskiptavina.  Netfangið er tjon@hagall.is

Nýjung: LÍFTRYGGINGAR TENGDAR STARFSTRYGGINGU.

posted 13 Mar 2012, 14:03 by Arni Reynisson   [ updated 26 Nov 2012, 09:44 ]

Um áramót 2011/2012 tekur gildi ný trygging, líftrygging sem tengist Starfstryggingu Hagals.

Tryggingin er mótuð í samstarfi við Willis, samstarfsmiðlun okkar í London og Kiln, 
tryggjanda á Lloyd´s, Kiln hafa í nokkur ár annast líftryggingar fyrir
hópa á vegum Hagals, en hafa nú eftir ítarlegar viðræður útfært og samþykkt
tillögur Hagals um líftryggingar fyrir einstaklinga, einkum viðskiptavini okkar.

Áhersla var lögð á þægilega útfærslu. Í boði verða einfaldir pakkar. Bótafjárhæð
verður lægst 5 milljónir króna en hæst 30 mkr, en þar á milli þrepin 10, 15, 20
og 25 mkr.

Iðgjöld verða á svipaðan hátt í 5 ára þrepum, 30-35, 35-40 og þannig áfram að
65 ára aldri. Neðsta þrepið er frá 18-30 ára. Reykingar varða 35% hækkun.

Sama umsóknarblað verður notað í aðalatriðum en nokkrum spurningum
hefur verið bætt við vegna líftryggingarinnar. Þeir sem vilja bæta líftryggingu
við endurnýjun Starfstryggingar gera það með því að gera nýja umsókn á
eyðublaðinu sem finnst á hagall.is / líftrygging. Á baksíðu umsóknar nægir að
merkja við réttan aldursflokk og bótafjárhæð að vali og færa iðgjaldsfjárhæði í
viðkomandi reit.

Dánarbætur vegna slysfara sem fyrir voru með Starfstryggingu standa óbreyttar
til reiðu fyrir þá sem velja slys eingöngu og þá sem ekki eiga rétt til fullrar
líftryggingar.

TRYGGING FYRIR ÍSLENDINGA MEÐ LÖGHEIMILI ERLENDIS.

posted 13 Mar 2012, 14:02 by Arni Reynisson   [ updated 26 Nov 2012, 09:46 ]

Um alllangt skeið hefur Hagall þjónað íslenskum sjómönnum, flugmönnum
og sérfræðingum sem starfa erlendis og hafa af ýmsum ástæðum tekið sér
lögheimili utan Íslands, með því að bjóða lækningatrygginguna. Hún tryggir
gegn útgjöldum við sjúkrahúsvist og aðgerðir, en auk þess minni kostnaðarliði
utan spítala og loks heimflutning. Vasaskírteini, sem tryggður réttir fram við
innskráningu er ávísun á tryggjandann, sem tekur við málinu við upphringingu
frá spítala. Minni kostnaðarliðir eru endurgreiddir gegn nótum og reikningum.

Jafnvel þó tryggður láti fljúga sér heim til Íslands, þá þarf hann að greiða allan
kostnað við aðgerð meðan hann er utan íslenska heilbrigðiskerfisins. Kostnaður
við aðgerð getur þá hlaupið á  milljónum króna, sem tryggingin reiðir fram.

NÝ VERÐSKRÁ

posted 13 Mar 2012, 14:00 by Arni Reynisson   [ updated 26 Nov 2012, 09:48 ]

Iðgjöld Starfstryggingar hafa staðið óbreytt í þrjú ár, en um þessi áramót breytast
þau lítillega. Ástæðan er sem fyrr, efling bótasjóðs í samræmi
við það álag af tjónagreiðslum sem verið hefur undanfarin ár.

NÝIR TRYGGJENDUR AÐ BAKI HAGALS

posted 13 Mar 2012, 14:00 by Arni Reynisson   [ updated 27 Jun 2012, 02:06 ]

Um áramót tekur nýr samningur gildi og hefur Liberty á Lloyd´s tekið að sér
Starfstryggingar og lækningatryggingar Hagals fjórða árið í röð. Sú breyting
verður þó, að tryggingafélagið AXIS tekur að sér að bera sameiginlega ábyrgð
með Liberty. Stjórnendur AXIS þekkja vel til Hagals frá fyrri tíð, þegar þessi
viðskipti voru í burðarliðnum. Líftryggingar eru jafnframt í höndum Kiln á Lloyd‘s sem
sérhæfir sig í þeirri grein, eins og nánar segir hér að ofan.

HAGALL OG VIRTUS Í NÝJU HÚSNÆÐI

posted 13 Mar 2012, 13:59 by Arni Reynisson   [ updated 13 Mar 2012, 14:33 ]

Hagall er vörumerki og daglegt heiti á vátryggingamiðluninni Árni Reynisson ehf en starfsemin hófst fyrir 20 árum þegar Árni lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá samtökum viðskiptalífsins. Frá aldamótum hefur félagið notið aðstoðar viðskiptaþjónustunnar Krónos, sem gekk inn í stærra félag, Virtus árið 2005. Virtus veitir alhliða þjónustu auk bókhalds og fjárreiðna, svo sem húsnæði, fjarskipti, móttöku og fundarsali, ritaraþjónustu og endurskoðun.

Vorið 2011 fluttist Virtus inn í nýtt húsnæði að Skipholti 50d.

1-6 of 6