Um Hagal


YFIR 25 ÁR Í TRYGGINGUM.

Á jafndægrinu í vor, þann 20.3.2011 náði elsta vátryggingamiðlun landsins 20 ára starfsaldri. Starfsemin hófst í París, á fundi stofnandans með fulltrúa greiðsluvátryggingafélagsins í Namur, Belgíu. Útflytjendur fiskafurða voru þá að leita að sérlegri tryggingu afurða sem seldar voru í opinn reikning á erlendum mörkuðum. Á þessum tíma var bannað með lögum að stunda miðlun vátrygginga, þó ekki trygginga á eignum Íslendinga erlendis, þar með taldar ógreiddar, seldar afurðir.

Með EES aðild Íslands var illri viðskiptahindrun rutt úr vegi og verslun hófst með erlendar tryggingavörur. Helstu nýjungar voru sparnaðartrygging og meinatrygging (sjúkdómatrygging). Friends Provident hösluðu sér völl á Íslandi í samstarfi við Hagal, sem er vörumerki Árna Reynissonar ehf.

Starfstrygging Hagals kom til sögu árið 1998 og er síðan hagkvæmasti kostur í örorkutryggingum á íslenskum markaði.

Lækningatrygging Hagals kom til sögu árið 2006, hún gagnast best Íslendingum með erlent lögheimili.

Á þessu ári bætist líftrygging við. Hingað til hefur aðeins verið mögulegt að taka slysatengdar dánarbætur með örorkutryggingunum. Nú breytist það. Hægt er velja, sem viðbót, almenna líftryggingu á góðu verði. Aðeins þarf að svara tveimur spurningum til viðbótar og velja bótafjárhæð á baksíðu umsóknarskjals.

Hagall stefnir áfram að framförum á sérsviði sínu, persónutryggingum og virku samstarfi við íslenskar tryggingamiðlanir.


Árni Reynisson hóf tryggingaþjónustu árið 1991 þegar hann bauð útflutningsfyrirtækjum tryggingu gegn greiðsluvá ásamt annarri þjónustu við utanríkisverslun. Tryggjandi var félagið AC Namur í Belgíu sem eftir eigendaskipti heitir Atradius.

Árið 1993 var ákveðið að bjóða fleiri tryggingagreinar. Breska sendiráðið og AFI, samband breskra tryggingafélaga greiddu fyrir samböndum við líftryggingafélög. Friends Provident sýndu mestan áhuga.

Ný lög um vátryggingar sem lögleiddu miðlun á tryggingamarkaði gengu í gildi 1994. Árni Reynisson tók virkan þátt í undirbúningi þeirra með aðstoð FP, í fjölmiðlum og með sambandi við þingmenn.

Árni Reynisson fékk réttindi sem löggiltur vátryggingamiðlari vorið 1995. Hagall, vöru- og þjónustumerki miðlunarinnar var skrásett sama ár.

Árni var fyrstur til að bjóða samtengdar líf- örorku- og sparnaðartryggingar frá Friends Provident. Tilkoma þeirra trygginga var undanfari rækilegrar uppstokkunar í lífeyrismálum.

Önnur nýjung var Meinatryggingin (sjúkdómatryggingin) sem ekki hafði áður þekkst hérlendis.

Árið 1998 kom á markað starfstengd sjúkra- og slysatrygging á áður óþekktu verði, frá Lloyd´s miðluninni Europea. Hún vakti strax verðskuldaða athygli.

Árið 2000 var tryggingin færð á íslenskt mál og í íslenska krónu. Hún var sett á markað og miðlurum boðið að bjóða hana. Hún heitir síðan Starfstrygging.

Hlutafélagið Árni Reynisson ehf. var stofnað í árslok 2000.

AON, ein stærsta tryggingamiðlun heims kom til samstarfs um Starfstrygginguna og önnur viðskipti á Lloyd´s árið 2003. Frá 1. september 2006 til 31. desember 2014 sinnti WILLIS þessu hlutverki.  Frá 1.janúar 2015 hefur Price Forbes trygginamiðlunin verið milligönguaðili fyrir Lloyds markaðinn.

Tryggjendur hafa verið á þessum tíma: Europea til 2003, Equity til 2006, Atrium til 2009 og Liberty síðan. Í ársbyrjun 2011 gerðist tryggingafélagð AXIS plc meðtryggjandi Liberty í minnihluta. Frá 1. janúar 2015 hefur Travelers Insurance verið tryggjandi.

Þriðja kynslóð Starfstryggingar kom út í ársbyrjun 2005. Hún heitir nú Starfstrygging Hagals. Íslensk lög gilda nú um trygginguna. Skírteini eru undirrituð hérlendis. Stefnt er að miklu hagræði í afgreiðslu bóta. Þessi heimasíða er til hagræðis fyrir þá sem vilja kynna sér nánar tryggingar í nafni Hagals með 24/7 aðgangi að eyðublöðum, skilmálum og upplýsingum.


Allar fyrirspurnir má senda á hagall@hagall.is


Subpages (2): Fréttayfirlit Lloyds