Starfstrygging

Starfstrygging, hvað er það?


Starfstrygging kom fyrst á markað árið 1998. Hún vakti þegar athygli fyrir góða skilmála og hagstætt verð. Árið 2000 var hún fyrst boðin af miðlurum, í íslenskri mynt og með íslenskum þýðingum skjala. Fyrsta kynslóð kemur fram í ársbyrjun 2005. Nú fer undirritun fram á Íslandi og íslensk lög gilda um trygginguna. Ferli tjónabóta er einfaldað og stytt.


Hvað er sérstakt við Starfstrygginguna?


Afkoma flestra hvílir á starfi sem fleir hafa aflað sér menntunar til eða reynslu. Ef sjúkdómur eða slys sviptir mann starfi sínu er það hið alvarlegasta tjón. Venjuleg sjúkra- og slysatrygging miðast við öll störf. Þá er reiknað út hvaða önnur störf bótaþeginn gæti unnið og það metið til frádráttar frá bótum. Starfstryggingin greiðir hinsvegar tryggingarfjárhæðina 100% með eingreiðslu við varanlegan missi hins tryggða starfs.


Gildir tryggingin aðeins í starfi?


Samningurinn gildir 24 tíma á sólarhring um heim allan.


Hvað ef starfsörorka skerðist án þess að starfið glatist að fullu?


Útlimir og augu eru sjálfkrafa tryggð þannig að hlutfallslegar bætur greiðast eftir fyrirfram ákveðinni reglu. Bóta-kvarðinn fylgir skilmálum. Önnur hlutfallsleg örorka er einnig bætt og er metin í samræmi vi› bótakvarðann.


Hvað með örorku í skamman tíma?


Sjúkralaun eru sjálfstæður valkostur. Sjúkralaun eru greidd meðan tryggður er óvinnufær í allt að tvö ár. Venjulegur biðtími er tvær vikur, en hann má lengja. Bætur eru miðaðar við vikulaun, en greitt er út mánaðarlega eða í einu lagi.


Er líftrygging fáanleg?


Trygging sem bætir andlát af slysförum er sjálfstæ›ur valkostur. 

FULL LÍFTRYGGING (sjúkdómar og slys) fæst nú einnig með því að velja með haki neðst á umsóknarblaði. 

Iðgjöld eru aldurstengd í 5 ára þrepum. Sjá verðskrá á baksíðu umsóknarskjals.


Má takmarka trygginguna við slys?


Já, slysaörorkutrygging er valkostur. það sama á ekki við um sjúkdóma.


Eru fleiri sjálfstæðir valkostir?


NEYÐARTRYGGING er fáanleg. Hún greiðir kostna› við heimflutning úr fjarlægu landi ásamt læknishjálp á staðnum. Neyðartrygging hentar helst fólki sem starfar utan EES, einkum ef tengsl við íslenska tryggingakerfið hafa rofnað. LÆKNINGATRYGGING Hagals greiðir allar meiriháttar aðgerðir og sjúkravist, allt að kr. 100.000.000. 

Sjá nánar á hagall.is


Hver er hámarksaldur?


Allir starfandi menn og konur geta sótt um fulla tryggingu að 60 ára aldri, slys eingöngu að 65 árum. Endurnýja má trygginguna til 65 ára aldurs og slys eingöngu til 70 ára.


Hvað ef veikindi eru fyrir?


Örorka sem leiðir af heilsufarsástandi sem fyrir var, fæst ekki tryggð. Hinsvegar gildir sú regla að slíkt ástand fyrnist almennt á þrjátíu mánuðum eftir að lækningu lýkur. Nánar í skilmálum.


Hversu lengi varir samningurinn?


Tryggingin gildir í eitt ár í senn og endurnýjast síðan árlega með formlegri ákvörðun hverju sinni. Um leið gefst tækifæri til að yfirfara og breyta því sem breyst hefur.

MIKILVÆGT ER AÐ TILKYNNA TAFARLAUST EF SKIPT ER UM STARF.


Hvaða heilsufarsupplýsingar þarf að leggja fram?


Ekki er almennt þörf á læknisskoðun eða vottorði, umsækjandi gefur eigin heilsuskýrslu með umsókn. Sjaldnast þarf meira. Blóðþrýstings- og bakvandamál þarf að skýra með hjálp læknis á sérstökum eyðublöðum.


Hvað kostar Starfstryggingin?


Iðgjöld eru hófleg miðað við það sem flekkist hérlendis. Biðjið um tilboð. Lágmarksiðgjald er 70.000 krónur á ári.


Hækka iðgjöldin með árunum?


Iðgjödin eru ekki aldurstengd. Sama verð gildir fyrir alla aldurshópa að undanskildinni hækkun eftir 45. aldursár.


Hvernig er iðgjaldið greitt?


Iðgjöld greiðast í íslenskum krónum með kreditkorti eða beingreiðslu. Léttgreiðslur í 2 eða 3 mánuði eru boðnar vaxtalaust í kortaviðskiptum, svo og raðgreiðslur í 12 mánuði með vöxtum.


Er sama iðgjald fyrir öll störf?


Það eru fjórir gjaldflokkar sem miðast við áhættu í starfi. Fyrsti fyrir ábyrgðarlaus kyrrsetustörf, annar fyrir handverk og ábyrgðarstörf, þriðji fyrir stjórn öku- og vinnutækja og þyngra handverk, fjórði fyrir áhættumeiri störf. Búast má við sérstöku álagi á áhættusama tómstundaiðju svo sem einkaflug, vélsleða- og vélhjólsakstur.


Hversu háa tryggingu þarf ég?


Varanleg örorka er gerð upp með eingreiðslu og er algengt að bótafjárhæð miðist við allt að fimmföldum árslaunum. Sjúkralaun mega ekki vera hærri en rauntekjur. Tvítrygging sjúkralauna er að sama skapi óheimil. Einstaklingum í rekstri er heimilt að reikna með föstum kostnaði.


Er hagkvæmt að hópur einstaklinga tryggi sig saman?


Já, afsláttur er veittur ef 10 eða fleiri mynda hóp sem greiðir iðgjöld í einu lagi.


Hvaða skattareglur gilda um trygginguna?


Örorkubætur sem greiðast í einu lagi eru skattfrjálsar. Sjúkralaun teljast til tekna sem almenn laun. Fyrirtæki geta dregið iðgjöld örorkutrygginga frá tekjum sem rekstrarkostnað.


Hver er vátryggjandinn?


Lloyd´s of London standa að baki vátryggingunni.

Liberty at Lloyd´s er núverandi tryggingafélag.

Axis Specialty Europe plc er nýr meðtryggjandi örorkutrygginga.

R.J.Kiln at Lloyd’s annast líftryggingar tengdar starfstryggingum.

Willis Limited er samstarfsmiðlun í London.

Hagall, Árni Reynisson ehf. hefur umsýslu á Íslandi.

Íslenskir vátryggingami›larar hafa vöruna til sölu.


Ofanskráð lýsing á helstu þáttum Starfstryggingar er til þess ætluð að vekja athygli á eiginleikum

hennar. Rétt er að kynna sér nánari ákvæði í skilmálum áður en ákvörðun er tekin um tryggingarkaup. 

Réttur er áskilinn til breytinga án fyrirvara.


Hagall er skrásett vörumerki Árna Reynissonar ehf., vátryggingamiðlunar með samning við Lloyd´s of London.


© Allur réttur áskilinn 2012

Hagall - Árni Reynisson ehf

SKIPHOLT 50d - 105 Reykjavík


Subpages (1): Umsókn og skilmálar
Ċ
Arni Reynisson,
22 Mar 2012, 10:34