Helstu upplýsingar

LÆKNINGATRYGGING HAGALS

Greiðir:  
          Kostnað við lækningar á Íslandi og erlendis, á sjúkrahúsi og utan.
Greiðir ekki:    Fyrstu 20.000 kr. í hverju tjóni utan sjúkrahúss. Læknisvottorð.
Gildir:              Um heim allan nema USA – 24 stundir á sólarhring.

Bætur - Hámarksfjárhæðir: 100.000.000 ísl. krónur.

Sjá nánar í skilmála

Lækniskostnaður utan sjúkrahúss, allt að kr. 1.000.000.

Læknisviðtöl og skoðun, tæknigreining: geisla- og sneiðmyndir o.s.frv., skurðaðgerðir, lyf og stoðtæki skv. læknisávísun, alvarleg krónísk sjúkdómsáföll:     Full endurgreiðsla innan heildarhámarks.

Endurhæfing og óhefðbundin aðstoð þar af allt að kr. 100.000 í hverju tjóni.

Heimflutningur, full endurgeiðsla.
 Kostnaður við flutning tryggðs (og fylgdarmanns) að næsta stað þar sem viðunandi læknishjálp eftir slys eða sjúkdómsáfall er veitt og sem ekki er tiltæk þar sem áfallið varð. Sjúkrahjálparfyrirtæki annast flutning og ákveður aðferð og leið.

Tryggjandi:    Tiltekin félög á tryggingamarkaði Lloyd´s of London

Miðlun:       
   Hagall,  Árni Reynisson ehf  og Price Forbes and Partners í London

Hjálp:    
         Specialty Assistance Europe (London UK)
                      s. 0044 207 902 7405 eða assistance@specialty-group.com.

Í neyð:     
      Hringið í ofangreindan síma og gefið upp númer á vasaskírteini
                     (gagnast ekki ef trygging er fallin úr gildi).